Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Vel heppnaðir þemadagar!

Í dag og í gær hafa nemendur Glerárskóla staðið í ströngu. Þeir hafa unnið að fjölbreyttum verkefnum sem tengjast umhverfismálum og lífinu á jörðinni.

Endurvinnsla var í hávegum höfð og margvíslegt drasl og rusl gekk í endurnýjum lífdaga. Lífríkið var mörgum hugleikið þar á meðal áhrif mengunar á fugla og dýr. Gáð var til veðurs, pælt í mismunandi veðurtáknum og gerð nokkuð nákvæm veðurlýsing. Sóun var til umræðu og nemendur skoðuðu óskilamuni sem safnast hafa upp í vetur, snjóbuxur, úlpur og fleira. Þeir reiknuðu út verðmæli óskilamunanna sem reyndist vera um 500.000 krónur, hvorki meira né minna.

Útbúin voru fréttastúdíó þar sem fluttar voru veðurfregnir eins og þær mundu hljóma eftir 100 ár, ef spár um hlýnun jarðar ganga efir. Aðrir unnu að spurningaleik sem notaður verður til að finna út hverjir eru best að sér um umhverfismál í bekkjum skólans.

Hópur nemanda tók sig til og líkti eftir vindmyllum og náðu að framleiða rafmagn sem hlóð snjallsíma. Aðrir skipulögðu geimferð til fjarlægra staða. Geimferðin tók 600 ár og því þurfti að velja 200 manna áhöfn af kostgæfni og leysa margvísleg vandamál svo að í geimfarinu væri sjálfbært samfélag næstu aldirnar.

Myndir frá þemadögunum má sjá með því að smella hér.