Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Vegna sóttvarna í Glerárskóla

Kæru forráðamenn

Nú á þessum tímum Covid-19 þurfum við öll að vera almannavarnir. Við í skólanum reynum okkar besta til að allt geti gengið snuðrulaust fyrir sig en til þess að svo geti orðið þurfum við einnig ykkar aðstoð. Við biðjum því um að eftirfarandi verklag verði nýtt:

1. Ef nemandi sýnir einkenni sem gætu tengst Covid -19, vinsamlega haldið honum heima.
2. Ef nemandi er á leið í sýnatöku, vinsamlega sendið systkini hans ekki í skólann fyrr en niðurstaða er fengin.
3. Látið ritara vita ef um er að ræða veikindi sem tengjast Covid-19.

Eins og flestir vita er nú komið eitt virkt smit á Akureyri og því þurfum við að herða okkur og vera vel vakandi. Við biðjum ykkur því að ítreka við börnin ykkar að þau verða að spritta hendur við komu í skólann og þegar þau fara í matsal.

Sjá nánar í þessari frétt hjá RUV.