Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Valgreinar næsta vetur

Kominn er upp hlekkur á heimasíðu skólans með upplýsingum um þær valgreinar sem standa nemendum á unglingastigi til boða á næsta skólaári.

Þegar nemandi velur sér valgrein er mikilvægt að hann velti öllum möguleikum vel fyrir sér og ræði hugmyndir sínar við foreldra eða forráðamenn. Valið á að byggja á áhuga og þörfum hvers og eins en ekki því hvert félagarnir stefna. Hafið í huga að valgreinar eru jafn mikilvægar og aðrar námsgreinar og kröfur um ástundun og árangur jafnmiklar og í öðrum greinum.

Ekki er víst að hægt verði að verða við öllum óskum nemenda um valgrein. Greinar geta fallið niður vegna lítillar þátttöku eða annarra ófyrirséðra orsaka. Einnig getur komið fyrir að fleiri sækja í greinar en hægt er að koma að.

Hver valgrein er kennd tvær kennslustundir á viku. Nemandi velur sér valgrein fyrir hálfan vetur í senn. Oft er sama valgrein í boði fyrir og eftir áramót og er nemendum þá frjálst að velja sömu valgreinina fyrir og eftir áramót ef þeir kjósa það.

Samvalsgreinar eru kenndar í grunnskólum bæjarins og fleiri stöðum. Gert er ráð fyrir að nemendur nýti sér strætisvagnakerfi til að koma sér á milli staða.

Síðasti skiladagur valblaðs er 20. maí.

Ef einhverjar spurningar vakna þá vinsamlegast hafið samband við Helgu deildarstjóra netfang: helgah@glerarskoli.is eða í síma skólans 461-2666.