Undanfarin ár hefur verið starfandi valgreinahópur í fluguhnýtingum í grunnskólum Akureyrar með starfsstöð í Glerárskóla undir stjórn þeirra Sigurjóns Magnússonar og Kára Ellertssonar veiðikempa. Mæta nemendur einu sinni í viku og hnýta flugur. Hluti af náminu er síðan að fara í veiðiferðir. Nú í vikunni fór hópurinn á Langavatn og veiddi undir ís og gekk ágætlega og nemendur reynslunni ríkari.