Útvarp Glerárskóla verður starfandi á þemadögum og fimmtudaginn 19. nóvember. Tími útsendingar verður frá kl. 9:00 – 15:00 báða þemadagana en frá kl. 9:00 – 17:00 á fimmtudaginn. Rásin er FM 105,5 og nú þegar er hægt að heyra tónlist óma á þessari öldu ljósvakans 🙂
Gaman verður að hlusta á nemendur en nú þegar er búið að setja niður dagskrá þátta þessa þrjá daga. Í árshátíðarviku mun Útvarp Glerárskóla síðan lifna við aftur og óma um grund alla vikuna.