Útvarp Glerárskóli fer í loftið í dag, mánudaginn 27. mars. Nemendur hafa verið að undirbúa útsendinguna í vetur á ýmsan máta, þáttagerð, leikritagerð o.m.fl. Mikið í gangi undir styrkri stjórn og leiðsögn Jóhanns Inga.
Útsendingatími stöðvarinnar mánudag til fimmtudags kl. 14 – 19 og föstudag kl. 14– 16. Útsendingartíðnin er 105,5. Leggjum við hlustir.