Útivistardagur verður í Glerárskóla fimmtudaginn 1. september 2016.
Nemendur mæta í skólann klæddir til útiveru eftir veðri og með hollt og gott nesti.
Dagskráin verður eftirfarandi (með fyrirvara um breytingar):
1. bekkur: Nágrenni skólans
2. bekkur: Lystigarður
3. bekkur: Krossanesborgir
4. bekkur: Naustaborgir
5. – 7. bekkur: Fálkafell – Gamli
8. – 10. bekkur: Hraunsvatn
Skóladegi hjá 1. – 4. bekk lýkur kl. 13:15 og hjá 5. – 10. bekk kl. 13:20.
Nánari upplýsingar koma frá umsjónarkennurum.
Stjórnendur Glerárskóla