Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Útivistardagur Glerárskóla

Fimmtudaginn 3. september var útivistardagur í Glerárskóla.

Yngsta stig fór vítt og breitt um bæinn.

1. bekkur var í nágrenni skólans og kannaði nánasta umhverfi hans.

2. bekkur fór gangandi í Lystigarðinn og til baka.

3. bekkur fór í póstaleik í Krossanesborgum, þar sem reyndi m.a. á þekkingu þeirra á fuglategundum.

4. bekkur fór í Naustaborgir.

Miðstig (5.-7. bekkur) fór í Krossanesborgir og í Sílabás.

Unglingastig (8.-10. bekkur) gekk upp að skólavörðu í Vaðlaheiði.

Hér fylgja með nokkrar myndir úr ferðum nemenda.

Hér er hægt að sjá fleiri myndir frá útivistardeginum.