Fimmtudaginn 3. september var útivistardagur í Glerárskóla.
Yngsta stig fór vítt og breitt um bæinn.
1. bekkur var í nágrenni skólans og kannaði nánasta umhverfi hans.
2. bekkur fór gangandi í Lystigarðinn og til baka.
3. bekkur fór í póstaleik í Krossanesborgum, þar sem reyndi m.a. á þekkingu þeirra á fuglategundum.
4. bekkur fór í Naustaborgir.
Miðstig (5.-7. bekkur) fór í Krossanesborgir og í Sílabás.
Unglingastig (8.-10. bekkur) gekk upp að skólavörðu í Vaðlaheiði.