Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Útivistardagur

Dagurinn var ansi góður hjá nemendum og starfsfólk Glerárskóla í dag, en þá var útivistardagur þar sem var leikið sér, lært og puðað.

Nemendur í fyrsta bekk fóru í margvíslega leiki á skólalóðinni, annar bekkur fór í vettvangsferð í Lystigarðinn, þriðji bekkur fór í ratleik í Krossanesborgum og sjá fjórði leysti ratleik í Naustaborgum.

Krakkarnir á miðstigi fóru í langan göngutúr með fram Glerá og nemendur á unglingastigi gerðu sér lítið fyrir og gengu upp að Skólavörðunni, efst á Vaðlaheiði.

Já, þetta var góður dagur í Glerárskóla.

Myndir frá deginum má sjá með því að smella hér.