Facebook síða Glerárskóla
|
Útivist í kófinu Skrifað 06. 11 2020
 Það er sjaldan mikilvægara en einmitt núna að hreyfa sig og hafa gaman. Íþróttakennarar Glerárskóla kenna úti meðan ástandið er eins og það er. Vitaskuld er full tillit tekið til sóttvarna og eldri nemendur bera grímur, ef ekki er unnt að framfylgja tveggja metra reglunni.
Frímínútur eru skipulagðar þannig að nemendur úr hverju sóttvarnarhólfi skólans hafa ákveðið svæði skólalóðarinnar þar sem þau leika sér og fá útrás.
Nemendur í fimmta til sjöunda bekk láta það ekki hafa áhrif á sig þótt þeir þurfi að vera með grímur í frímínútum en gleðin hjá þeim yngri er grímulaus.
|