Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Útivist

Á morgun, þriðjudaginn 27. ágúst 2024, verða nemendur og starfsfólk Glerárskóla á ferð og flugi úti um víðan völl vegna útivistardags Glerárskóla. Skóli verður þanndaginn frá 8:15 og fram eftir degi hjá miðstigi og unglingastigi en til kl. 13:15 hjá yngsta stigi. Eftir mat fara nemendur í 1. – 4. bekk heim nema þeir sem skráðir eru í Frístund. Nemendur í 5. – 10. bekk fara heim þegar þeir koma í skólann eftir þær ferðir sem farnar verða. Ýmislegt verður brasað á útvistardaginn og vonum við að veðrið leiki við okkur.Útivistardagur er þjálfun í eflingu þrautseigju hjá öllum nemendum auk heilbrigðis og útiveru.

Yngsta stigið gerir eftirfarandi:
1. bekkur – Heimasvæði- nærumhverfi.
2. bekkur – Hamarkotstún og sundlaugargarður.
3. bekkur og 4.bekkur – Krossanesborgir.

Miðstigið fer stífluhringinn í Glerárdal.

Unglingastigið fer með hópinn upp á Súlur (eða áleiðis).

Minnum alla á að senda nemendur klædda miðað við veðuraðstæður.

Hér koma nokkrar ábendingar sérstaklega fyrir þá nemendur sem eru á leið í fjallgöngu.
Klæðnaður: Æskilegt er að klæðast vind- og vatnsþéttum stakk eða úlpu. Flíspeysur/ullarpeysur eru hentugar innanundir eða einar sér ef veður er gott. Æskilegt er að sleppa gallabuxum, best er að klæðast göngubuxum úr teygju eða ullarefni (íþróttabuxur). Hafið með vettlinga og húfu.
Fótabúnaður: Mikilvægt er að vera vel búinn til fótanna. Best er að vera í góðum skóm og jafnvel klæðast ullarsokkum. Hafið aukapar af sokkum. Allir nemendur þurfa að hafa gott nesti á útivistardegi.
Nesti: Nauðsynlegt er að borða vel áður en lagt er upp í útivistarferð. Nestið á að vera létt og næringarríkt. Gott er að hafa með heitan drykk á brúsa fyrir þá sem það kjósa og vatnsbrúsa.
Hafið nesti og aukaföt í litlum bakpoka.