Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Útikennsla í fallegu veðri

Það var sérstaklega fallegt veður þegar krakkarnir í þriðja bekk fóru hefðbundna og vikulega útikennslu í morgun. Mörgum þótti allt að því jólalegt að ganga um skóginn og sumir brustu í söng. Það kemur ekki á óvart að sungið var um kofann sem stóð einn úti í skógi en ekki er vitað hvort nokkur hafi setið við gluggann.