Það var sérstaklega fallegt veður þegar krakkarnir í þriðja bekk fóru hefðbundna og vikulega útikennslu í morgun. Mörgum þótti allt að því jólalegt að ganga um skóginn og sumir brustu í söng. Það kemur ekki á óvart að sungið var um kofann sem stóð einn úti í skógi en ekki er vitað hvort nokkur hafi setið við gluggann.