Á föstudögum er 3. bekkur í úti- og grenndarkennslu. Þá er margt brallað. Einn daginn í lok janúar var snjórinn einmitt fullkominn snjókúlusnjór og fórum við út með vatnsliti og máluðum snjóbolta, snjókarla og allt sem okkur datt í hug. Verkefnið var ákaflega skemmtilegt og skapandi. Kviknuðu margar hugmyndir að nýjum verkefnum í sama stíl.