Sumarið er komið og nemendur Glerárskóla njóta útikennslu í góða veðrinu. Það sama á við um krakkana í Frístund. Þeir notuðu tækifærið á þriðjudaginn þegar það var starfsdagur í skólanum og fóru í rannsóknarleiðangur niður í Glerárgil.
Gilið er alltaf jafn spennandi og þangað er gaman koma, sérstaklega á þessum árstíma þegar gróðurinn er að koma til og krummi stendur í stórræðum.