Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga 10:00-12:00

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Útidagur, leikir og pylsur

Það er nákvæmlega ekkert skemmtilegra en leika sér úti þegar sólin skín og borða síðan nýgrillaða pylsu með tómatsósu, sinnepi og hvaðeina.

Í dag var leikjadagur. Nemendur á yngsta stigi fóru í Kvenfélagslundinn góða og þar settu kennarar upp margvíslegar leikjastöðvar sem reyndu pínulítið á bæði kraft, þrótt, útsjónarsemi og samvinnu.

Miðstigið lék sér í Seljagarðinum þar sem einnig voru margvíslegar þrautir og leikir. Nemendur á elsta sigi voru á skólalóðinni og kepptu á Glerárleikunum sem er grafalvarleg keppni. Keppnin hefur aldrei verið eins jöfn og í ár, að sögn elstu manna en hún fór þannig að 8SLB vann!

Hér má sjá myndir.