Bókasafnið er kraumandi uppspretta ævintýra og fróðleiks. Þar er gott að vera eins og nemendurnir í þriðja bekk vita vel. Þeir eru duglegir við að heimsækja bókasafn skólans en um daginn skruppu krakkarnir suður yfir á og kynntu sér fjölbreytta starfsemi Amtsbókasafnsins, blöðuðu í bókum og skemmtu sér konunglega.