Nú eru árshátíðarsýningar í skólanum búnar. Aðsókn var góð og unnust margir leiksigrar á sviðinu við góðan fögnuð áhorfenda. Í morgun var síðan komið að því að verðlauna fyrir ljóðskáld og myndlistamann skólans og krýna íþróttakonu og íþróttamann skólans fyrir árið 2018.
Myndlistamaður Glerárskóla var kjörin Bergrún Bjarnadóttir 10-SH, Fannar Bansong 10-SH í öðru og Elsa Dís Snæbjarnardóttir 5-SLB í þriðja.
Ljóðskáld Glerárskóla var kjörin Hrafntinna Jóhannsdóttir 8-FP, Hekla Sólbjörg Gunnarsdóttir 10-SV í öðru og Kolfinna Jóhannsdóttir 10-SV í þriðja.
Íþróttakona Glerárskóla er Berglind Halla Þórðardóttir 10-SH, Birta María Eiríksdóttir 9-AGJ í öðru og Marta Bríet Aðalsteinsdóttir í þriðja.
Íþróttamaður Glerárskóla er Aron Máni Sverrisson 10-SH, Kristján Gunnþórsson 8-FP í öðru og Vilhelm Ottó Biering Ottósson í þriðja