Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Uppskeruhátíð  Glerárskóla 2025

Einn af mörgum viðburðum árshátíðarvikunnar í Glerárskóla er afhending viðurkenninga til nemenda sem skara fram úr í íþróttum, lestri, myndlist og ljóðagerð. Iðni og ástundun á þessum sviðum fellur vel að kjörorði skólans sem er hugur, hönd og heilbrigði.

Myndlistarmaður Glerárskóla var valin Maísól Anna Kristínardóttir Guðmundsdóttir 7. bekk, Elvar Trausti Jónsson 6. bekk var í öðru sæti og Lovísa Austfjörð Stefánsdóttir 7. bekk í því þriðja. Jóhanna Brynja Baldursdóttir nemandi í 1. bekk fékk sérstök hvatningarverðlaun dómnefndar.

Íþróttamaður  ársins var valin Guðmundur Levý Hreiðarsson 9. bekk. Í öðru sæti var Pétur Nikulás Cariglia 10. bekk og Dagur Pálmi Ingólfsson 9. bekk hafnaði í þriðja sæti.

Íþróttakona  ársins er Karen Hulda Hrafnsdóttir 10. bekk, Diljá Blöndal Sigurðardóttir 10. bekk var í öðru sæti og Ísabella Jóhannsdóttir 9. bekk hafnaði í því þriðja.

Alvilda Guðrún Ólafsdóttir 9. bekk var valin ljóðskáld Glerárskóla fyrir ljóðið Hlið við Hlið. Nú er ég sjötíu 2082 eftir Freyju Mist Tryggvadóttur í 7. bekk var í öðru sæti og Framtíðarskólinn eftir Margréti Erlu Karlsdóttur í 4. bekk hafnaði í þriðja sæti.

Á uppskeruhátíðinni var fimmti bekkur krýndur Glerárskólameistari í lestri fyrir glæsilega árangur í lestrarátaki Glerárskóla á dögunum.