Einn af mörgum viðburðum árshátíðarvikunnar í Glerárskóla er afhending viðurkenninga til nemenda sem skara fram úr í íþróttum, lestri, myndlist og ljóðagerð. Iðni og ástundun á þessum sviðum fellur vel að kjörorði skólans sem er hugur, hönd og heilbrigði.
Íþróttamaður ársins var valin Guðmundur Levý Hreiðarsson 9. bekk. Í öðru sæti var Pétur Nikulás Cariglia 10. bekk og Dagur Pálmi Ingólfsson 9. bekk hafnaði í þriðja sæti.
Íþróttakona ársins er Karen Hulda Hrafnsdóttir 10. bekk, Diljá Blöndal Sigurðardóttir 10. bekk var í öðru sæti og Ísabella Jóhannsdóttir 9. bekk hafnaði í því þriðja.
Alvilda Guðrún Ólafsdóttir 9. bekk var valin ljóðskáld Glerárskóla fyrir ljóðið Hlið við Hlið. Nú er ég sjötíu 2082 eftir Freyju Mist Tryggvadóttur í 7. bekk var í öðru sæti og Framtíðarskólinn eftir Margréti Erlu Karlsdóttur í 4. bekk hafnaði í þriðja sæti.
Á uppskeruhátíðinni var fimmti bekkur krýndur Glerárskólameistari í lestri fyrir glæsilega árangur í lestrarátaki Glerárskóla á dögunum.