Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Upplestur, ljós og fernuflug

Í Glerárskóla er ávallt mikið gert þann 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu. Í morgun hófst formlegur undirbúningur nemenda í sjöunda bekk fyrir upplestrarkeppnina Upphátt sem haldin verður þegar sól fer að hækka á lofti. Við litla athöfn sem haldin var í morgun vegna lestrarkeppninnar lásu nemendur í sjöunda bekk nokkur ljóð fyrir nemendur í sjötta bekk, en þeir taka við keflinu að ári.

Og áfram var lesið, því krakkarnir i sjöunda bekk drifu sig niður í bæ með fulla vasa af ljóðum sem þeir lásu fyrir gesti og gangandi. Nemendur fimmta bekkjar gerðu slíkt hið sama niður á Glerártorgi en krakkarnir í sjötta bekk héldu sig við óbundið mál og fóru með stafla af barnabókum yfir á leikskólann Klappir þar sem þeir lásu fyrir leikskólabörnin og fóru síðan með þeim út að leika.

Unglingarnir í tíunda bekk komu færandi hendi til stjórnenda skólans í dag og gáfu þeim orðabækur sem nemendurnir útbjuggu. Í bókunum er unglingamál útskýrt fyrir þeim sem skilja það ekki. Þetta verður væntanleg til þess að raddir unglinganna fái enn meira vægi innan skólans.

Í dag var einnig tilkynnt að nemandi í áttunda bekk Glerárskóla, Torfhildur Elín Friðbjargar Tryggvadóttir, hefði hlotið önnur verðlaun í Fernuflugi, samkeppni um texta á mjólkurfernur. Textasamkeppnin var haldin meðal grunnskólanema í 8.-10. bekk í septembermánuði. Rúmlega 1.200 textar bárust frá landinu öllu. Alls munu 48 textar birtast á fernunum gert er ráð fyrir að þær hefji sig til flugs í kringum jólin. Torfhildur Elva hlaut að launum 200.000 kr. í verðlaunafé og bekkjarfélögum hennar var boðið upp á hressingu þegar tíðindin voru kunngjörð.

Hér er hlekkur með myndum frá þessum fjölbreytta degi í Glerárskóla.