Fulltrúar Glerárskóla voru sjálfum sér og skólanum til mikils sóma á úrslitakeppni Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri, fór fram í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin undir þessu heiti en undanfarið tuttugu og eitt ár hefur hún verið haldin undir heitinu Stóra upplestrarkeppnin. 15 nemendur úr 7. bekk grunnskóla bæjarins tóku þátt í keppninni.
Karen Hulda Hrafnsdóttir og Natan Dagur Fjalarsson tóku þátt í keppninni fyrir hönd Glerárskóla. Guðný Rósa Guðmundsdóttir var varamaður. Á myndinni má sjá keppendurna frá þeim sjö grunnskólum sem tóku þátt í keppninni.