Í dag var uppbrotsdagur í Glerárskóla sem nemendur kunnu vel að meta. Á unglingastigi var spiluð félagsvist eins og við gerum einu sinni á ári, margir horfðu á jólamyndir og voru með nesti að eigin vali. Sumir meira að segja með snakk, enda mátti það í dag. Sumir bekkir áttu sérlega kósí dag og mættu í náttfötunum í skólann.