Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til miðvikudags, frá 07:45 til 14:30 á fimmtudögum og á föstudögum til klukkan 14:00.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00..

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Unnið með listamanni

Nemendur úr 7.-10. bekk Glerárskóla fengu að vinna með Catharine Owens, bandarískri vísinda- og listakonu um daginn. Catharine er um þessar mundir í gestavinnustofu Listasafnsins á Akureyri þar sem hún vinnur að stórum veggmyndum af sjávardýrum sem verða fyrir áhrifum plastmengunar. Krakkarnir unnu með henni hluta af 25 m² veggmynd af hval

Áður en vinnan hófst fengu nemendur fræðslu um áhrif plastmengunar í sjó á fjölda lífvera. Einnig sýndi Catharine myndir af fleiri verkum sem hún hefur unnið í sama þema. Nemendur saumuðu plastbúta á efni sem verður hluti af þessari stóru veggmynd.

Heimsóknin var virkilega áhuga hvetjandi og skemmtilegt fyrir nemendur að fá að taka þátt í gerð svona risastórs listaverks. Hér er slóð á heimasíðu Catharine þar sem fræðast má um hana: katowens.com