Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Undur náttúrunnar

Glitskýin hafa glatt okkur síðustu daga. Fegurð þeirra var sérlega heillandi á fimmtudagsmorguninn og nemendur skólans horfðu margir hverjir agndofa til himins.

Glitskýin gáfu tilefni til margvíslegra samræðna í kennslustofunum og nú vita margir nemendur skólans að Glitský myndast í mikilli hæð í heiðhvolfinu, gjarnan í um 15 – 30 km hæð. Þau sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða sólaruppkomu. Litadýrð þeirra er mjög greinileg því sólin skín á þau áður en hún rís og eftir að hún sest. Skýin eru því böðuð sólskini, þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð.
Margir nemendur skólans vita líka að það þarf að vera óvenjulega kalt í heiðhvolfinu til þess að glitský nái að myndast eða 70° til 90°c frost.

Litafegurðin verður til þegar sólin varpar geislum sínum á frosna ískristalla í háloftunum, ekki ósvipað því þegar sólargeislarnir skína á regndropa og regnbogi verður til.

Mikael Þór Jónatansson nemandi í sjötta bekk fór út með iPad og tók meðfylgjandi mynd af fegurðinni.