Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Umhverfsissáttmálinn

Umhverfissáttmálinn

Glerárskóli vill efla vitund nemenda og starfsmanna skólans um umhverfismál og vekja okkur öll til umhugsunar um sameiginlega ábyrgð á umhverfinu.

Þannig hljómar upphaf umhverfissáttmála Glerárskóla sem í nýliðinni umhverfisviku var festur upp á vegg skólans í formi táknræns listaverk sem unnið var af nemendum.

Búið var til tré og það þurfti ekki langt að sækja efniviðinn. Búkurinn er gerður úr stofni furutrés sem stóð á skólalóðinni en var fellt fyrir nokkrum árum og þurrkað samkvæmt kúnstarinnar reglum.

Út frá trástofninum ganga laufum prýddar greinar og á hvert þeirra hefur verið skrifað heilræði sem auðvelda nemendum og starfsfólki að uppfylla ákvæði Umhverfissáttmálans.

Flott handbragð og góð skilaboð.

Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu hennar.