Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Umhverfismál

Umhverfis- og loftslangsmál skipta okkur afar miklu máli eins og dæmin sanna. Við þurfum að temja okkur nýja hugsun á mörgum sviðum og það er ekki síst unga fólksins að móta tillögur og gera grunn að betra og umhverfisvænna lífi og samfélagi.

Í Glerárskóla er starfrækt umhverfisnefnd sem tekur á ýmsu sem varðar þennan málaflokk. Í vikunni nýtti nefndin sér fjarfundatæknina fundaði með Hildi Þórbjörgu Ármannsdóttur, umhverfis- og mannvistamannfræðingi sem býr og starfar í Stokkhólmi en nemendur skólans tengdust Hildi Þórbjörgu bæði frá Glerárskóla og Rósinborg, þar sem kennsla á unglingastigi fer fram.

Hildur fræddi nemendurna um hnattrænt jafnrétti og ábyrgð okkar sem neytenda m.t.t. mengunar og förgunar á t.d. rafmagnstækjum, fatnaði og málmum. Einnig var rætt um hvernig ríki eru flokkuð í rík og fátæk og mun milli ríkja varðandi bólusetningar vegna covid, og ábyrgð ríkari landa gagnvart þeim sem fátækari eru.

Nefndarmenn sýndu málinu mikinn áhuga og fara með umtalsverða þekkingu í sina bekki þar sem þeirra hlutverk er m.a. að uppfræða bekkjarfélaga sína.