Nemendur í sjöunda bekk nýttu miðlotuna í morgun til þess að telja bíla víða í hverfinu og skrá hjá sér lit þeirra. Hver hópur taldi bíla í tvisvar sinnum tíu mínútur, til þess að geta borið saman og skilgreint muninn milli tímalotnanna. Fjöldi bíla í hverjum lit var settur upp í tíðnitöflu sem úr var gert súlurit og allt var unnið í Exel.
Því fjölbreyttara sem námið er, þeim mun skemmtilegra er það og árangurinn verður samkvæmt því. Nú ættu krakkarnir í sjöunda bekk að eiga auðveldara með að lesa og skilja súlurit og koma tölulegum upplýsingum frá sér á myndrænan og auðskilinn hátt.