Til áréttingar viljum við benda á að bílastæðið sunnan Glerárskóla (við Höfðahlíð) er einstefnustæði. Aka skal inn að neðan (austan við Árholt) og út að ofan (vestan við Klappir). Einnig bendum við á að ekki skal aka inn að skólanum nema í neyðartilvikum, fyrir fatlaða eða vegna vörulosunar.
Við minnum líka á sleppisvæðið sem er við hlið bílastæðisins og nýtist vel ef verið er að skutla nemendum í skóla eða sækja þá. Á sleppisvæði skal aldrei leggja bíl lengur en 15 mínútur. Einnig er bílastæði ofan við leikskólann Klappir sem er öllum til afnota og þaðan er stutt og þægileg leið að skólanum í gegnum vindanddyri.
Þetta gert til að skapa öruggara umhverfi fyrir börnin okkar og vonum við að allir taki tillit til þess. (Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu hennar.)