Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Tilhlökkun

Það ríkti eftirvænting og tilhlökkun hjá starfsfólki Glerárskóla í dag þegar unnið við hörðum höndum við að færa til borð, stóla, töflur og hvaðeina til að taka á móti nemendum á morgun, þegar full kennsla hefst samkvæmt stundarská eftir fyrstu afléttingu samkomubanns.
 
Nokkur breyting verður á kennslurýmum skólans, eins og aðstandendur hafa verið upplýstir um. Búið er að tæma d-álmu skólans og búa til kennslurými á bókasafninu, á gangi sem tengir skólann við íþróttahúsið, auk þess sem aðstaða var fengin að láni hjá Síðuskóla og Íþróttafélaginu Þór.
 
Við vitum að allir munu leggjast á eitt við að láta þetta fyrirkomulag ganga upp og gera síðustu daga skólaársins skemmtilega og árangursríka.