Nokkur breyting verður á kennslurýmum skólans, eins og aðstandendur hafa verið upplýstir um. Búið er að tæma d-álmu skólans og búa til kennslurými á bókasafninu, á gangi sem tengir skólann við íþróttahúsið, auk þess sem aðstaða var fengin að láni hjá Síðuskóla og Íþróttafélaginu Þór.
Við vitum að allir munu leggjast á eitt við að láta þetta fyrirkomulag ganga upp og gera síðustu daga skólaársins skemmtilega og árangursríka.