Stemningin var nánast óbærileg í Íþróttahöllinni á miðvikudagskvöldið þegar nemendur grunnskólanna á Akureyri og nágrenni kepptu í Skólahreysti.
Keppnin var mjög jöfn og spennandi. Að þessu sinni náðu keppendur Glerárskóla ekki einu af þremur verðlaunasætunum en það munaði afskaplega litlu. Krakkarnir stóðu sig með miklum sóma og það sama má segja stuðningsmannaliðið sem sannarlega stóð með keppendum.