Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Þvílíkt fjör – þvílík stemning!

Stemningin var nánast óbærileg í Íþróttahöllinni á miðvikudagskvöldið þegar nemendur grunnskólanna á Akureyri og nágrenni kepptu í Skólahreysti.

Keppnin var mjög jöfn og spennandi. Að þessu sinni náðu keppendur Glerárskóla ekki einu af þremur verðlaunasætunum en það munaði afskaplega litlu. Krakkarnir stóðu sig með miklum sóma og það sama má segja stuðningsmannaliðið sem sannarlega stóð með keppendum.