Hann var heldur betur tilþrifamikill leikurinn sem fram fór í morgun, þegar nemendur í tíunda bekk skoruðu á starfsfólk skólans í körfubolta.
Það sáust troðslur, þriggja stiga körfur og boltafimi sem líkist þeirri sem sést í útsendingum frá amerísku NBA deildinni. Annað liðið skoraði fleiri stig en nemendur fullyrða að úrslitin hefðu verið önnur ef leiktíminn hafi verið lengri.