Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Þriðji bekkur kóðaði í klukkustund!

Það skilja ef til vill ekki allir þessa fyrirsögn, en nemendurnir í þriðja bekk vissu upp á hár hvað þeir voru að gera. Í morgun voru þau að forrita og voru um leið þátttakendur í alþjóðlega viðburðinum Hour of Code, eða Klukkustund kóðunar, sem haldin er árlega í byrjun desember.

Alls hafa 140 milljónir barna í yfir 180 löndum veið með í þessari forritunarviku sem haldin er af Computer Science Education Week. Markmiðið með átakinu er að hver og einn nemandi forriti í a.m.k. eina klukkustund. Nemendur í þriðja bekk Glerárskóla unnu verkefnið „Minecraft neðansjávarferð“ sem finna má vefsíðunni https://code.org/learn.