Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Þeytingur úr ávöxtum sem átti að henda

Lýðheilsa, umhverfismál og samhengi hlutanna skipta okkur sífellt meira máli. Sú staðreynd er sláandi að þriðjungi af matvælaframleiðslu heimsins skuli vera hent. Það er umhugsunarvert að verslanir þurfi að farga góðri matvöru þótt hún sé lítillega útlitsgölluð eða sé farin að láta smávægilega á sjá.

Nemendur Glerárskóla velta þessum málum fyrir sér með kennurum sínum og í dag fékk hópur þeirra matarsendingu úr verslun hér í bæ. Um var að ræða ávexti sem ekki þóttu söluvænlegir og átti því að henda.

Krakkarnir tóku sig til, skáru þá í birta og útbjuggu vítamínríka þeytinga úr þessum hráefnum sem smökkuðust hreint dásamlega.

Með því að nýta matvæli með opnum huga og á fjölbreyttan hátt er auðvelt að sporna gegn matarsóun og njóta þess sem gott er.