Nemendur á miðstigi skemmta sér konunglega þessa dagana á grunnskólamóti Ungmennafélags Akureyrar í frjálsum íþróttum sem haldið er í Boganum. Nemendur í sjöunda bekk kepptu sín á milli í gær, mánudag. Sjötti bekkur átti daginn í dag, fimmti bekkur keppir á morgun og fjórði bekkur keppir á fimmtudaginn.
Við segjum nánar frá mótinu þegar úrslit liggja fyrir, en bæði er um að ræða einstaklingskeppni og keppni milli skólanna.
Áfram Glerárskóli!