Æfingar ganga vel fyrir Fiðring, hæfileikakeppni grunnskólana á Norðurlandi. Glerárskóli tekur þátt í forkeppni Fiðrings sem haldin verður á Ólafsfirði þriðjudaginn 18. apríl næstkomandi. Þar keppa nemendur frá sjö skólum um þátttökurétt á lokakeppninni sem haldin verður í menningarhúsinu Hofi viku síðar.
Um tuttugu nemendur taka þátt í verkefni Glerárskóla sem heitir Þetta er ég og fjallar um þá miklu áskorun að standa með sjálfum sér og þora að vera öðruvísi en aðrir. Meðfylgjandi mynd var tekin á æfingu verksins í morgun.