Maturinn í Glerárskóla hefur löngum þótt góður, fjölbreyttur og hollur. Í dag fengu krakkarnir þessa líka fínu bleikju sem soðin var í brúnu smjöri. Með bleikjunni var boðið upp á kúskús síðan var hægt að velja um allt það sem salatbarinn hafði upp á að bjóða, brakandi ferskt grænmeti og ávexti.
Já, það er gott að borða í Glerárskóla.