Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til miðvikudags, frá 07:45 til 14:30 á fimmtudögum og á föstudögum til klukkan 14:00.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00..

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Það skein á rauðar skotthúfur!

Það var aldeilis jólalegt um að litast hjá okkur í Glerárskóla í dag á árlegum jólahúfudegi nemendafélagsins. Rauðu skotthúfurnar voru bjartar og fallegar á flestum kollum í dag, stórum sem smáum. Andrúmsloftið var afslappað og jólaskapið var ekki langt undan, enda vita allir að fyrsti jólasveinninn kemur til byggða eftir háttatíma í kvöld og því verður gaman að vakna í fyrramálið.