Það fer vel um nemendur sjöunda bekkjar í Hamri, hjá íþróttafélaginu Þór, en þar stunda þau nám sitt af kappi í sitt hvoru rýminu meðan iðnaðarmenn taka d-álmu skólans í gegn.
Krökkunum þykir ekki verra að vera umkringdir glæsilegu bikarasafni félagsins sem veitir þeim hvatningu, enda ber það vitni þess að ástundun leiðir til árangurs.