Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Það fennir ekki í stafrænu sporin

Skúli B. Geirdal fjölmiðlafræðingur og verkefnisstjóri hjá Fjölmiðlanefnd heimsótti nemendur á miðstigi og unglingastigi í gær og fór með þeim yfir mikilvægi þess að vera læs á upplýsingar og miðla í nútíma samfélagi. Ávallt skal hugsa um netöryggi og háttvísi sem viðhafa í allri netnotkun.

Hann útskýrði hvernig algóritmar samfélagsmiðlanna virka og hvaða áhrif þeir geta haft á skoðanamyndun okkar og heimsmynd. Hann ræddi hvað hafa þarf í huga varðandi samskipti á netinu, áreiti frá ókunnugum og deilingu nektarmynda, svo eitthvað sé nefnt.

Krökkunum þótti merkileg sú staðreynd að netsporin þeirra hverfa aldrei!

Erindi sitt byggði Skúli á niðurstöðum rannsóknar Fjölmiðlanefndar í samstarfi við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands og Maskínu.