Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Það er leikur að læra

Kennarar Glerárskóla skemmtu sér sannarlega í gær þegar þeir settust á skólabekk í stað þess að sitja hefðbundinn kennarafund.

Hópurinn fór í Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og kynnti sér margvísleg forritunarverkefni og þrautir fyrir grunnskólanemendur sem hafa kveikt áhuga margra til þess að taka fyrstu skrefin inn í töfraheim tækninnar.

Auðvitað fengu allir að prófa og áhuginn leyndi sér ekki. Þetta var skemmtilegur fundur sem undirstrikaði það sem við öll vitum að það er leikur að læra!