Í skólanum er sannarlega skemmtilegt að vera. Margvísleg verkefni eru leyst á hverjum degi, vitneskjan eykst og færin verður sífellt meiri.
Krakkarnir á yngsta stigi voru til að mynda að velta fyrir sér reglunni um tvöfalda samhljóða sem er gott að hafa á hreinu. Það er nefnilega heilmikill munur á jaka og jakka, svo dæmið sé tekið og það gæti komið sér illa að rugla þessu tvennu saman.
Aðrir nemendur voru einbeittir fyrir framan iPadinn við að leysa margvíslegar þrautir sem reyna á hlustun og málskilning.
Já, það er leikur að læra.