Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Það er gott að eiga góða að!

Foreldrafélag Glerárskóla kom á dögunum með hlaðborð af gjöfum til nemenda, allt góða hluti sem koma að notum við leik og störf. Nefna má krítar í öllum regnbogans litum sem þegar er farið að nota til að skapa listaverk á stéttum skólalóðarinnar. Verkanna er hægt að njóta meðan hann hangir þurr.
 
Meðal annarra vinsælla nauðsynja má nefna eru hluti sem bráðvantaði; sippubönd, snúsnúbönd og körfubolta. Allt af bestu gæðum.
 
Á meðfylgjandi mynd má síðan sjá þrjá stórgóða JBL hátalara sem sannarlega eiga eftir að koma sér vel.
 
Nemendur skólans kunna sannarlega að meta svona góðar gjafir.