Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Það er gott að eiga góða að

Foreldrafélag Glerárskóla á þakkir skildar fyrir góðan stuðning við skólann og nemendur. Nú í vikunni kom félagið færandi hendi og gaf tvö samlokugrill sem komin eru upp í Rósenborg. Unglingarnir þar kunna sannarlega vel að meta gjöfina enda fátt betra en heit og góð samloka.

Félagði kom einnig með sex vandaða fótbolta að aðra sex vandaða körfubolta fyrir leiksvæðin við Glerárskóla, sparkvöllinn og Garðinn hans Gústa. Boltarnir er þegar komnir í notkun og þykja með þeim allra bestu sem krakkarnir hafa prófað.

Já, það er gott að eiga góða að!