Það kyngdi niður snjó í morgun og það blés nokkuð hressilega þegar hópur krakka í fimmta og sjötta bekk fóru með kennara sínum niður í Kvenfélagslund. Í skjóli við trjágróðurinn áttu þau góða stund við varðeldinn og fengu öll að grilla sér sykurpúða sem brögðuðust aldeilis ljómandi vel.
Krakkarnir höfðu á orði að það væri alltaf gott veður ef þeir klæddu sig vel. Það er nokkuð til í því.