Nú við lok skólaárs kvöddum við fjóra starfsmenn sem sannarlega hafa gefið af sér á starfsævi sinni og gert sitt til þess að gera Glerárskóla betri. Þetta eru þær Sunna Árnadóttir stuðningsfulltrúi, Guðrún Þóra Björnsdóttir umsjónarkennari, Aðalbjörg María Ólafsdóttir myndmenntakennari og Helga Halldórsdóttir deildarstjóri.
Við þökkum þeim fyrir samvinnuna og óskum þeim alls hins besta.