Nú við lok skólaárs kvöddum við tvo starfsmenn sem sannarlega hafa gefið af sér á starfsævi sinni og gert sitt til þess að gera Glerárskóla betri en báðar hafa starfað við skólann í rúma tvo áratugi. Þetta eru þær Soffía Guðmundsdóttir stuðningsfulltrúi og Þóra Gígja Jóhannsdóttir heimilisfræðikennari.
Við þökkum þeim kærlega fyrir samvinnuna og óskum þeim alls hins besta.