Nú í vikunni barst Glerárskóla vegleg gjöf frá Stefáni Berg, einum nemanda okkar. Hann kom með nokkra kassa af leikföngum sem hann er hættur og nota, margs konar dót sem mun nýtast vel í frístund á komandi árum.
Kaffitíminn hjá starfsfólki Glerárskóla var óvenjulega góður í morgun en þá kættust bragðlaukarnir vegna gómsætra veitinga sem hugulsamir foreldrar sendu okkur.