Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Sungið fyrir góða gesti

Nemendur skólans komu saman í íþróttahúsinu og sungu saman í morgun. Söngsalurinn var meðal annast til þess að fagna gestum sem komnir voru um langan veg. Þetta voru 13 kennarar frá Rúmeníu, Grikklandi, Ítalíu, Danmörku og Austurríki. Hópurinn er hingað kominn til þess að vinna með kennurum Glerárskóla að verkefni innan Erasmus+. Verkefnið tengist loflagsmálum og ber heitið „Be a Shield Around the World“.

Verkefnið er unnið samhliða í grunnskólum ofangreindra landa, auk þess sem nemendur og kennarar fara í fimm daga vinnuferðir til grunnskóla í öðrum þátttökulöndum. Þannig mun Glerárskóli taka á móti erlendum nemendum sem vinna hér með nemendum okkar og nemendum skólans verður gefinn kostur á að sækja um að fara utan og vinna þar að loftlagsverkefninu með jafnöldrum sínum.