Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Sund, frosthörkur og náttföt

Halldórsmótið var haldið í morgun en þar keppa lið nemenda á miðstigi sín á milli. Mikil spenna var meðal keppenda og heilmikið fjör á áhorfendabekkjunum. Að lokum stóðu nemendur í 7. bekk JIE uppi sem sigurvegarar. Hér fylgir mynd af sigurvegurunum, en liðið skipuðu Ísabella, Xawery, Þórhallur, Guðmundur og Hrafnhildur Freyja. Við óskum þessum sundköppum til hamingju með frábæran árangur.

Á meðan keppt var í sundinu birtust krakkarnir í fjórða bekk færandi hendi í Kvenfélagsreitnum. Í farteskinu voru orkuríkt og nærandi fuglafóður sem örugglega kemur sér vel næstu dagana.

Við minnum á náttfatadaginn í morgun sem er líka árgangsdagur. Þá eru árgangar skólans saman og láta sér líða vel í aðdraganda jólanna.