Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Súlur toppaðar!

Útivistardagurinn í gær gekk með afbrigðum vel. Eftir allt of marga kalda rigningardaga að undanförnu náði sólin að skína á okkur og krakkarnir á yngsta sigi léku við hvern sinn fingur, hvort heldur sem þeir skemmtu sér í Krossanesborgum, á leiksvæðinu við sundlaugina eða könnuðu nærumhverfi skólans.

Nemendur á miðstigi fóru með rútu upp að göngustígnum að Súlum og gengu inn Glerárdalinn, að nýju stíflunni og alla leið til baka í Glerárskóla.

Unglingastigið setti markið hátt og stefndi á bæjarfjallið okkar, sjálfan 1.144 metra háan Súlutind. Margir nemendur komust hátt upp í hlíðar fjallsins og á fjórða tug nemenda náði á sjálfan tindinn og horfðu yfir Eyjafjörð baðaðan í haustsóinni.